Fórnarkostnaður Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2023 07:45 Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir af húsnæðislánum eru að sliga mörg heimili. Tregða ríkisstjórnarinnar við að beita sér þar hefur bein áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, sem hafa verið mun harkalegri en þurft hefði ef ríkisstjórnin hefði axlað ábyrgð með því að forgangsraða verkefnum til þess að ná verðbólgunni niður. Og þar liggur fórnarkostnaður heimilanna. Aðferðir ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna hafa verið gagnslitlar og vaxtahækkanirnar svíða sárt. Ung hjón sögðu mér nýlega að afborgun af húsnæðisláni þeirra hefði hækkað úr 180 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund, sem setti heimilisbókhaldið og líf fjölskyldunnar þeirra að sjálfsögðu í fullkomið uppnám. Þau hafa flúið yfir í verðtryggt lán og geta þá greitt af láninu en sjá verðbólguna í staðinn hækka höfuðstól lánsins. Saga þessara hjóna er því miður ekkert einsdæmi. Fjölskyldur sem eru í sömu stöðu eru taldar í tugum þúsunda. Ostaskerinn Hallarekstur ríkisins ýtir undir verðbólguna og hann hefur fylgt ríkisstjórninni alla hennar starfstíð, í blíðu sem stríðu og algjörlega óháð efnahagsaðstæðum. Núna þegar nauðsynlegt er að hún auki ekki á þensluna þá er eins og hún hafi sótt ostaskera, lagt hann þvert yfir allt ríkisbókhaldið og skorið svo eina sneið af öllum verkefnum. Aðhaldið sem ríkisstjórnin leggur til er flatt. Ekkert heimili sem þarf að bregðast við erfiðleikum nálgast útgjöldin þannig. Heimili og fyrirtæki vita vel að öll útgjöld eru ekki jafnmikilvæg. Ég get sagt tæpitungulaust að Viðreisn hefði ekki skilað af sér fjárlagafrumvarpi eins og þessu. Það þarf að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum eins og fólst í fjölgun ráðuneyta og það má forgangsraða verkefnum. Rangar ákvarðanir verða ess valdandi að glíman við verðbólguna verður enn erfiðari. Kostnaðinum velt yfir á barnafjölskyldur Nú blasir við stöðun í lífskjörum á Íslandi, sérstaklega hjá millistéttinni. Nær öllum kostnaði af verðbólgu og vaxtahækkunum er velt yfir á hana og launin duga skemur en áður. Ungt fólk og barnafjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Þess vegna þarf að sýna heimilum landsins stuðning núna. Ef Viðreisn væri með fjármálaráðuneytið núna þá væri meiri ábyrgð á útgjaldahlið fjárlaganna og svigrúm notað til þess að láta vaxtabætur, barnabætur og húsnæðisbætur ná hærra upp tekjustigann á meðan við náum tökum á verðbólgunni. Við myndum beita tímabundnum stuðningi til að létta undir. Þannig yrði byrðinni af verðbólgu dreift með jafnari hætti. Það er einfaldlega réttlætismál. Til lengri tíma myndum við stefna að komast út úr þeirri stöðu að ríkið þurfi að niðurgreiða vaxtakostnað. Sveiflukenndir og háir vextir munu því miður fylgja því að velja örgjaldmiðil. Ábyrgð og réttlæti Lánin sem ríkisstjórnin sjálf hefur tekið eru sömuleiðis rándýr. Vextir af þeim munu kosta 117 milljarða króna á næsta ári. Það væri næstum hægt að tvöfalda framlög til sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa fjárhæð og rúmlega fjórfalda framlög til lögreglunnar. Þetta er fórnarkostnaður samfélagsins alls af því að ríkið sé rekið með halla á rándýrum lánum. Og áfram eru boðaðar lántökur hjá ríkinu. Á sama tíma greiðir almenningur á Íslandi háa skatta en upplifir ekki þjónustu í samræmi við það. Um 70% álagðra skatta og gjalda og eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Það er millistéttin á Íslandi. Sama fólk og fær engan stuðning hjá ríkisstjórninni. Ábyrg hagstjórn snýst um að forgangsraða fjárfestingu í þágu almannahagsmuna og sýna hófsemi í skattlagningu. Viðreisn vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt þannig að fólkið sé að vinna í þágu kerfisins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir af húsnæðislánum eru að sliga mörg heimili. Tregða ríkisstjórnarinnar við að beita sér þar hefur bein áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, sem hafa verið mun harkalegri en þurft hefði ef ríkisstjórnin hefði axlað ábyrgð með því að forgangsraða verkefnum til þess að ná verðbólgunni niður. Og þar liggur fórnarkostnaður heimilanna. Aðferðir ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna hafa verið gagnslitlar og vaxtahækkanirnar svíða sárt. Ung hjón sögðu mér nýlega að afborgun af húsnæðisláni þeirra hefði hækkað úr 180 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund, sem setti heimilisbókhaldið og líf fjölskyldunnar þeirra að sjálfsögðu í fullkomið uppnám. Þau hafa flúið yfir í verðtryggt lán og geta þá greitt af láninu en sjá verðbólguna í staðinn hækka höfuðstól lánsins. Saga þessara hjóna er því miður ekkert einsdæmi. Fjölskyldur sem eru í sömu stöðu eru taldar í tugum þúsunda. Ostaskerinn Hallarekstur ríkisins ýtir undir verðbólguna og hann hefur fylgt ríkisstjórninni alla hennar starfstíð, í blíðu sem stríðu og algjörlega óháð efnahagsaðstæðum. Núna þegar nauðsynlegt er að hún auki ekki á þensluna þá er eins og hún hafi sótt ostaskera, lagt hann þvert yfir allt ríkisbókhaldið og skorið svo eina sneið af öllum verkefnum. Aðhaldið sem ríkisstjórnin leggur til er flatt. Ekkert heimili sem þarf að bregðast við erfiðleikum nálgast útgjöldin þannig. Heimili og fyrirtæki vita vel að öll útgjöld eru ekki jafnmikilvæg. Ég get sagt tæpitungulaust að Viðreisn hefði ekki skilað af sér fjárlagafrumvarpi eins og þessu. Það þarf að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum eins og fólst í fjölgun ráðuneyta og það má forgangsraða verkefnum. Rangar ákvarðanir verða ess valdandi að glíman við verðbólguna verður enn erfiðari. Kostnaðinum velt yfir á barnafjölskyldur Nú blasir við stöðun í lífskjörum á Íslandi, sérstaklega hjá millistéttinni. Nær öllum kostnaði af verðbólgu og vaxtahækkunum er velt yfir á hana og launin duga skemur en áður. Ungt fólk og barnafjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Þess vegna þarf að sýna heimilum landsins stuðning núna. Ef Viðreisn væri með fjármálaráðuneytið núna þá væri meiri ábyrgð á útgjaldahlið fjárlaganna og svigrúm notað til þess að láta vaxtabætur, barnabætur og húsnæðisbætur ná hærra upp tekjustigann á meðan við náum tökum á verðbólgunni. Við myndum beita tímabundnum stuðningi til að létta undir. Þannig yrði byrðinni af verðbólgu dreift með jafnari hætti. Það er einfaldlega réttlætismál. Til lengri tíma myndum við stefna að komast út úr þeirri stöðu að ríkið þurfi að niðurgreiða vaxtakostnað. Sveiflukenndir og háir vextir munu því miður fylgja því að velja örgjaldmiðil. Ábyrgð og réttlæti Lánin sem ríkisstjórnin sjálf hefur tekið eru sömuleiðis rándýr. Vextir af þeim munu kosta 117 milljarða króna á næsta ári. Það væri næstum hægt að tvöfalda framlög til sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa fjárhæð og rúmlega fjórfalda framlög til lögreglunnar. Þetta er fórnarkostnaður samfélagsins alls af því að ríkið sé rekið með halla á rándýrum lánum. Og áfram eru boðaðar lántökur hjá ríkinu. Á sama tíma greiðir almenningur á Íslandi háa skatta en upplifir ekki þjónustu í samræmi við það. Um 70% álagðra skatta og gjalda og eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Það er millistéttin á Íslandi. Sama fólk og fær engan stuðning hjá ríkisstjórninni. Ábyrg hagstjórn snýst um að forgangsraða fjárfestingu í þágu almannahagsmuna og sýna hófsemi í skattlagningu. Viðreisn vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt þannig að fólkið sé að vinna í þágu kerfisins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun