Sport

Dag­skráin í dag: Mikið um körfu­bolta

Dagur Lárusson skrifar
Valsmenn mæta í Smárann og mæta Breiðablik.
Valsmenn mæta í Smárann og mæta Breiðablik. Vísir /Bára

Það verður mikið um að vera í heimi íþróttanna í kvöld og því ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sig.

Stöð 2 Sport

Skiptiborðið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 19:00 þar sem skipt verður á milli leikja í Subway-deild karla. Klukkan 21:45 verður síðan farið yfir allt það helsta úr öllum leikjum kvöldsins í þættinum Tilþrifin.

Stöð 2 Sport 2

NBA mun ráða ríkjum á Stöð 2 Sport 2 í dag en það verða tveir leikir á dagskrá. Fyrst verður það leikur Bucks og Pacers klukkan 22:00 en á eftir honum er síðan leikur Lakers og Pacers klukkan 02:00.

Stöð 2 Sport 5

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og fara þeir fram á sama stað. Fyrst verður það viðureign Breiðabliks og Vals í Subway-deildinni í Smáranum klukkan 17:45 áður en viðureign Grindavíkur og Stjörnunar tekur við klukkan 20:05.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram í kvöld en útsendingin hefst klukkan 19:15.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport verður fyrst sýnt frá leik Panathinaikos og Real Madrid í evrópska körfuboltanum áður en það verður sýnt frá leik Senators og Maple Leafs í NHL deildinni í íshokkí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×