Situr límdur við skjáinn að fylgjast með Njarðvíkingunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Elvar Már Friðriksson lék síðast með Njarðvík tímabilið 2018-19. vísir/bára Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, fylgist grannt með gengi sinna manna í Njarðvík sem hefur gengið flest í haginn í vetur. Njarðvíkingar hafa komið flestum á óvart í vetur og eru á toppi Subway-deildar karla með fjórtán stig. Í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni var Njarðvík spáð 9. sæti og liðið myndi þar með missa af úrslitakeppninni. Ólíklegt verður að teljast að sú spá rætist því strákarnir hans Benedikts Guðmundssonar hafa unnið sjö af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. „Þetta kemur mér skemmtilega á óvart,“ sagði Elvar aðspurður um gengi Njarðvíkur í vetur. „Þeir hafa verið mjög vel spilandi og skemmtilegir í ár. Ég er mjög ánægður að sjá það.“ Elvar kveðst líka ánægður með liðsstyrkinn sem Njarðvíkingum barst á dögunum þegar Þorvaldur Orri Árnason samdi við liðið. „Ég held að það hjálpi þeim mjög mikið upp á breiddina að fá Þorra inn í þetta. Hann er frábær leikmaður, ungur og vill sanna sig í góðu liði,“ sagði Elvar. „Ég er mjög spenntur að sjá framhaldið hjá Njarðvík og vona að þeir haldi áfram að vinna leiki og séu við toppinn.“ Elvar fylgist vel með sínum mönnum frá Grikklandi þar sem hann spilar með PAOK í Þessalónikíu. „Ég er við skjáinn á fimmtudögum og föstudögum. Ég fylgist mjög vel með deildinni og umfjölluninni heima. Það lætur manni líða eins og maður sé nær heima og með puttann á púlsinum. Deildin í ár hefur verið mjög skemmtileg,“ sagði Elvar. Næsti leikur Njarðvíkur er grannaslagur gegn Keflavík á föstudaginn. Subway-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Njarðvíkingar hafa komið flestum á óvart í vetur og eru á toppi Subway-deildar karla með fjórtán stig. Í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni var Njarðvík spáð 9. sæti og liðið myndi þar með missa af úrslitakeppninni. Ólíklegt verður að teljast að sú spá rætist því strákarnir hans Benedikts Guðmundssonar hafa unnið sjö af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. „Þetta kemur mér skemmtilega á óvart,“ sagði Elvar aðspurður um gengi Njarðvíkur í vetur. „Þeir hafa verið mjög vel spilandi og skemmtilegir í ár. Ég er mjög ánægður að sjá það.“ Elvar kveðst líka ánægður með liðsstyrkinn sem Njarðvíkingum barst á dögunum þegar Þorvaldur Orri Árnason samdi við liðið. „Ég held að það hjálpi þeim mjög mikið upp á breiddina að fá Þorra inn í þetta. Hann er frábær leikmaður, ungur og vill sanna sig í góðu liði,“ sagði Elvar. „Ég er mjög spenntur að sjá framhaldið hjá Njarðvík og vona að þeir haldi áfram að vinna leiki og séu við toppinn.“ Elvar fylgist vel með sínum mönnum frá Grikklandi þar sem hann spilar með PAOK í Þessalónikíu. „Ég er við skjáinn á fimmtudögum og föstudögum. Ég fylgist mjög vel með deildinni og umfjölluninni heima. Það lætur manni líða eins og maður sé nær heima og með puttann á púlsinum. Deildin í ár hefur verið mjög skemmtileg,“ sagði Elvar. Næsti leikur Njarðvíkur er grannaslagur gegn Keflavík á föstudaginn.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira