Körfubolti

Stólunum spáð titlinum og mjög mikil trú á nýliðunum af Álftanesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tindastóll á titil að verja í Subway-deild karla eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor.
Tindastóll á titil að verja í Subway-deild karla eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor. vísir/hulda margrét

Íslandsmeistarar Tindastóls verja Íslandsmeistaratitil sinn ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var opinberuð á kynningarfundi Subway deildar karla í körfubolta í dag.

Tindastóll fékk 340 stig í fyrsta sætið en gat mest fengið 396 stig.

Valur, sem vann Tindastól í leiknum um Meistarakeppni KKÍ á dögunum, er spáð öðru sætinu en stóra fréttin er líklegast sú að nýliðum af Álftanesi er spáð þriðja sætinu á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.

Það verður mikill slagur milli Garðabæjarliðanna í vetur samkvæmt spánni því Stjörnunni er síðan spáð fjórða sætinu á undan Keflavík, Grindavík, Haukum og Þór Þorlákshöfn.

Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni samkvæmt spánni eins og Höttur. Hamar og Breiðablik falla í 1. deild en Hamarsmenn eru hinir nýliðarnir í deildinni.

Fjölmiðlamenn spá Tindastól og Val einnig efstu sætunum en þar eru Grindavík og Haukar í næstu sætum og Álftanes bara í áttunda sæti.

Það verða síðan KR og ÍR sem endurheimta sæti sína í Subway deildinni ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í 1. deildinni.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í dag.

Klippa: Kynningarfundur Subway-deildar karla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×