„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. nóvember 2023 21:19 Halldór Stefán tók við liði KA fyrir tímabilið. FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla KA FH Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla KA FH Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira