„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:30 Karina Konstantinova hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val og líklega þann síðasta á Íslandi. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu? Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu?
Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira