Frelsi leikskólanna Stefanía Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun