Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Hólmfríður Gísladóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 27. nóvember 2023 07:00 Tálmum var komið upp og öryggisgæsla aukin í kjölfar árásanna í gær. epa/Ibrahim Barrie Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki. Síerra Leóne Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki.
Síerra Leóne Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira