Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Hólmfríður Gísladóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 27. nóvember 2023 07:00 Tálmum var komið upp og öryggisgæsla aukin í kjölfar árásanna í gær. epa/Ibrahim Barrie Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki. Síerra Leóne Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki.
Síerra Leóne Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira