Sport

Pochettino: Þeir unnu öll ein­vígi

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino Vísir/getty

Mauricio Pocchettino, þjálfari Chelsea, var allt annað en sáttur með sitt lið gegn Newcastle í gær.

Chelsea tapaði leiknum 4-1 en Pochettino lét sína menn heyra það í viðtölum eftir leikinn.

„Við vorum ekki undirbúnir til þess að spila gegn liði eins og Newcastle, þeir gefa sig alla í leikinn og við gerðum það ekki,“ byrjaði Pochettino að segja.

„Þetta er það sem ég hef áhyggjur af eftir leikinn. Við héldum að við værum tilbúnir en við vorum langt frá því. Þó svo að Newcastle hafi ekki spilað fullkomlega þá var þetta auðveldur sigur fyrir þá. Þeir skoruð sín mörk mjög auðveldlega og þeir höfðu betur í öllum einvígum.“

„Við sýndum það ekki að við værum að spila upp á eitthvað mikilvægt, það er það sem gerir mig reiðan og vonsvikinn. Þó svo að við séum ungt lið, þá verð ég mjög reiður eftir svona frammistöður,“ endaði Pochettino á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×