Nikola Jokic var líkt og oftast frábær í liði Nuggets og var tveimur stoðsendingum frá klassískri Jokic þrennu. 38 stig, 19 fráköst en „aðeins“ átta stoðsendingar. Hjá Rockets var Alperen Sengun, sem stundum er kallaður „Baby Jokic“ af gárungunum með 21 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar.
Thanksgiving is over but Alpi's still cooking pic.twitter.com/NXZxYzO4GZ
— Houston Rockets (@HoustonRockets) November 25, 2023
Úrslitin þýða að meistarar Nuggets eru komnir í þrönga stöðu í hinum nýja deildarbikar, með tvo sigra og tvö töp, en Rockets og Pelicans eru í góðri stöðu í B-riðlinum, bæði aðeins með eitt tap.
Önnur úrslit næturinnar
Celtics - Magic 96-113
Suns - Grizzlies 110-89
Heat - Knicks 98-100
Bulls - Raptors 108-121
Pistons - Pacers 113-136
Wizards - Bucks 128-131
Kings - Timberwolves 124-111
Spurs - Warriors 112-118
Pelicans - Clippers 116-106