Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2023 20:01 Glódís Perla lagði upp sigurmark kvöldsins. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. Glódís Perla var á sínum stað í vörn Bayern þegar liðið mætti til Parísar í kvöld. Þrátt fyrir aðeins eitt mark hafi verið skorað var leikurinn hin besta skemmtun og nóg af færum. Um miðbik fyrri hálfleiks komst Bayern yfir eftir einstaklega vel útfærða aukaspyrnu. Magdalena Eriksson's finds the net for her first UWCL goal since November 2014 Bayern Munich go up 1-0. https://t.co/QJNnl2u01y https://t.co/fsC4u5xWeb https://t.co/xlfXspeXZA #UWCLonDAZN pic.twitter.com/4JSHGEDGKH— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Boltanum var lyft á fjær þar sem Glódís Perla var mætt til að skalla fyrir markið. Mia Eriksson, hinn miðvörður Bayern, kom þar á ferðinni og böðlaði boltanum yfir línuna. Sjaldan sem „beint af æfingasvæðinu“ hefur átt betur við. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari gerðu heimakonur allt sem þær gátu til að jafna. Ef þær strönduðu ekki á Glódísi Perlu og Eriksson þá mættu þeir markverði Bayern, Mariu Grohs, í fantaformi. AUS! in Paris! #PSGFCB #FCBayern #UWCL pic.twitter.com/mLoPxxJFjZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) November 23, 2023 Bayern vann því frábæran 1-0 útisigur og er nú á toppi C-riðils með 4 stig að loknum tveimur leikjum. Ajax getur þó farið á toppinn með sigri á Roma í kvöld. Í D-riðli heldur BK Häcken áfram að koma á óvart en sænska liðið lagði Real Madríd 2-1 í kvöld. Hin danska Signe Bruun kom Real reyndar yfir en eftir það svöruðu heimakonur með tveimur mörkum. Signe Bruun finds the net for Real Madrid! https://t.co/ufcsYBEZhQ https://t.co/xcek0TizoQ https://t.co/7HqL7kZN7A #UWCLonDAZN pic.twitter.com/hyXxq1GiiX— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Rasul Kafaji Rosa jafnaði metin eftir tæpa klukkustund. There was no stopping that from Rusul Kafaji!!! https://t.co/ufcsYBEZhQ https://t.co/xcek0TizoQ https://t.co/7HqL7kZN7A #UWCLonDAZN pic.twitter.com/GDfSd1jDwv— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Saara Katariina Kosola skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið, eftir sendingu frá Rasul Kafaji Rosa, á 76. mínútu. Lokatölur í Svíþjóð 2-1 og Häcken með 6 stig eftir tvo leiki. HACKEN LEAD BY WAY OF KATARINA KOSOLA! https://t.co/ufcsYBEZhQ https://t.co/xcek0TizoQ https://t.co/7HqL7kZN7A #UWCLonDAZN pic.twitter.com/a7MmfvnI9H— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Glódís Perla var á sínum stað í vörn Bayern þegar liðið mætti til Parísar í kvöld. Þrátt fyrir aðeins eitt mark hafi verið skorað var leikurinn hin besta skemmtun og nóg af færum. Um miðbik fyrri hálfleiks komst Bayern yfir eftir einstaklega vel útfærða aukaspyrnu. Magdalena Eriksson's finds the net for her first UWCL goal since November 2014 Bayern Munich go up 1-0. https://t.co/QJNnl2u01y https://t.co/fsC4u5xWeb https://t.co/xlfXspeXZA #UWCLonDAZN pic.twitter.com/4JSHGEDGKH— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Boltanum var lyft á fjær þar sem Glódís Perla var mætt til að skalla fyrir markið. Mia Eriksson, hinn miðvörður Bayern, kom þar á ferðinni og böðlaði boltanum yfir línuna. Sjaldan sem „beint af æfingasvæðinu“ hefur átt betur við. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari gerðu heimakonur allt sem þær gátu til að jafna. Ef þær strönduðu ekki á Glódísi Perlu og Eriksson þá mættu þeir markverði Bayern, Mariu Grohs, í fantaformi. AUS! in Paris! #PSGFCB #FCBayern #UWCL pic.twitter.com/mLoPxxJFjZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) November 23, 2023 Bayern vann því frábæran 1-0 útisigur og er nú á toppi C-riðils með 4 stig að loknum tveimur leikjum. Ajax getur þó farið á toppinn með sigri á Roma í kvöld. Í D-riðli heldur BK Häcken áfram að koma á óvart en sænska liðið lagði Real Madríd 2-1 í kvöld. Hin danska Signe Bruun kom Real reyndar yfir en eftir það svöruðu heimakonur með tveimur mörkum. Signe Bruun finds the net for Real Madrid! https://t.co/ufcsYBEZhQ https://t.co/xcek0TizoQ https://t.co/7HqL7kZN7A #UWCLonDAZN pic.twitter.com/hyXxq1GiiX— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Rasul Kafaji Rosa jafnaði metin eftir tæpa klukkustund. There was no stopping that from Rusul Kafaji!!! https://t.co/ufcsYBEZhQ https://t.co/xcek0TizoQ https://t.co/7HqL7kZN7A #UWCLonDAZN pic.twitter.com/GDfSd1jDwv— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Saara Katariina Kosola skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið, eftir sendingu frá Rasul Kafaji Rosa, á 76. mínútu. Lokatölur í Svíþjóð 2-1 og Häcken með 6 stig eftir tvo leiki. HACKEN LEAD BY WAY OF KATARINA KOSOLA! https://t.co/ufcsYBEZhQ https://t.co/xcek0TizoQ https://t.co/7HqL7kZN7A #UWCLonDAZN pic.twitter.com/a7MmfvnI9H— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira