Handbolti

Elvar frá­bær í nokkuð ó­væntum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Ásgeirsson sýndi hvað í sér bjó í kvöld.
Elvar Ásgeirsson sýndi hvað í sér bjó í kvöld. Ribe-Esbjerg

Elvar Ásgeirsson var frábær þegar Ribe-Esbjerg lagði GOG með eins marks mun í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í Þýskalandi tapaði Íslendingalið Gummersbach fyrir Wetzlar.

Elvar skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum í naumum sigri og átti hvað stærstan þátt í óvæntum sigri síns liðs, lokatölur 34-33 Ribe-Esbjerg í vil. Ágúst Elí Björgvinsson náði ekki að verja skot í markinu.

Ribe-Esbjerg hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið á meðan stórlið GOG hefur hikstað. Ribe-Esbjerg er komið upp í 4. sæti með 16 stig að loknum 13 leikjum.

Wetzlar lagði Gummersbach með tveggja marka mun, lokatölur 33-31. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði aðeins eitt mark að þessu sinni í liði gestanna. Þá er Guðjón Valur Sigurðsson sem fyrr þjálfari Gummersbach.

Gummersbach er sem fyrr í 6. sæti þýsku deildarinnar með 14 stig að loknum 13 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.