Gerðist glæpamaður til að bjarga lífi sonar síns Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2023 09:38 Dagbjört segir mikla þörf á fleiri og fjölbreyttari úrræðum fyrir fólk með fíknisjúkdóm. Vísir/Einar Dagbjört Ósk Steindórsdóttir byrjar hvern einasta dag á því að kíkja á símann til að athuga hvort lögreglan eða spítalinn hafi hringt í hana. Sonur hennar hefur verið í mikilli neyslu síðustu sextán árin. Hún segist óttast framhaldið og vilja sjá betri úrræði fyrir fólk í hans stöðu. Sonur Dagbjartar er 32 ára gamall en hefur verið í mikilli neyslu síðustu 16 árin. Hann neytir nú ópíóíða í æð og er verulega veikur að sögn Dagbjartar. Hún segir fólki misvel gefið og að sonur hennar hafi um ævi sína þurft að glíma við hin ýmsu áföll. Hann þurfi á aðstoð að halda en fái hana hvergi. „Hann byrjar í neyslu 16 ára gamall. Hann er 32 ára í dag. Hans neysla hefur bara farið stigversnandi eins og gerist hjá þessum hóp. Hann er kominn í harða neyslu, ópíóíða, bara dauðaneyslu,“ segir Dagbjört. Hún segir hann tilbúinn til að leita sér aðstoðar en að það hafi reynst þeim erfitt að fá hana. Hann hafi leitað á geðsvið Landspítalans og fengið þar inn en skráði sig sjálfur út eftir að hann varð vitni að öðrum sjúklingi sprauta sig. Hún segir sjúklinginn hafa hótað honum og að hann hafi óttast hvað gerðist ef hann segði til hans. Hann hafi því ákveðið að skrá sig út og ætlaði að fara aftur þegar sjúklingurinn var farinn. Það gekk hins vegar ekki upp. Dagbjört reyndi í þrígang, með syni sínum, að koma honum að en fékk alltaf þau svör að það væri ekki pláss eða að hann ætti að reyna önnur úrræði fyrst, eins og Vog. „Hann er búinn með einn mánuð á biðlista upp á Vogi af níu. Á dauðalistanum. Það er fólk að deyja á þessum lista og í hrönnum út af þessum sjúkdómi,“ segir Dagbjört en vegna langrar neyslusögu sonar hennar er biðin lengri fyrir hann inn á Vog. Hann hafi samt viljað hjálp og þau því ákveðin að taka málin í eigin hendur. „Ég er hvorki læknir eða hjúkrunarfræðingur eða sérhæfð í afvötnun en þurfti að gera ólöglega hluti til að hjálpa syni mínum í gegnum fráhvöfin Hv að gerðir þú? „Við kaupum lyf á svörtum markaði, til að koma honum í gegn, svokölluð bensólyf. Ég tala í fréttum hérna, að ég gerðist glæpamanneskja, til þess að bjarga syni mínum,“ segir Dagbjört sem er alls ekki sátt við að hafa þurft að leita þessa leið. Dagbjört ætlaði sér ekki þessa leið fyrir son inn en stendur með honum til enda. Vísir/Einar Hún segir að hún myndi vilja sjá miklu meira gert fyrir fólk sem glími við sama vanda og sonur hennar, sama hvort þau vilji hætta eða ekki. „Ég myndi vilja sjá miðstöðvar hérna í hverfum Reykjavíkur. Ef fólk vill hætta, það sé eitthvað sem grípi það og það fái bara sín lyf á þeirri stöð undir umsjá fagfólks.“ Þá er hún einnig mjög gagnrýnin á það að neysluskammtar séu teknir af fólki í hans stöðu og að sektin sem þau eigi að greiða renni ekki í sérstakan sjóð, fyrir fólk sem glími við fíknisjúkdóm. Dagbjört segist enn hafa von fyrir son sinn en óttast framhaldið. „Hans neysla er orðin dauðans neysla. Hann hefur reynt að taka líf sitt sjálfur með því að sprauta það miklu í sig að hann langi ekki til að vakna daginn eftir. Það er sárt,“ segir Dagbjört og heldur áfram: „Hann er góður drengur, góður maður. Hann á vonir, drauma og þrár. Hann hefur sagt það við mig að hann hefði aldrei nokkurn tíma viljað fara á þennan stað. Ég ætlaði mér líka annan veg fyrir son minn en þennan veg.“ Félagsmál Heilbrigðismál Fíkn Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 10. nóvember 2023 14:17 „Það er er auðvelt að eiga fallegt líf ef ég kýs það“ Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, fagnaði fimm árum edrú í gær. Tímamótin eru henni mikilvæg og segir hún þau minna sig á hvaðan hún er að koma. 2. nóvember 2023 20:01 Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. 23. október 2023 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Sonur Dagbjartar er 32 ára gamall en hefur verið í mikilli neyslu síðustu 16 árin. Hann neytir nú ópíóíða í æð og er verulega veikur að sögn Dagbjartar. Hún segir fólki misvel gefið og að sonur hennar hafi um ævi sína þurft að glíma við hin ýmsu áföll. Hann þurfi á aðstoð að halda en fái hana hvergi. „Hann byrjar í neyslu 16 ára gamall. Hann er 32 ára í dag. Hans neysla hefur bara farið stigversnandi eins og gerist hjá þessum hóp. Hann er kominn í harða neyslu, ópíóíða, bara dauðaneyslu,“ segir Dagbjört. Hún segir hann tilbúinn til að leita sér aðstoðar en að það hafi reynst þeim erfitt að fá hana. Hann hafi leitað á geðsvið Landspítalans og fengið þar inn en skráði sig sjálfur út eftir að hann varð vitni að öðrum sjúklingi sprauta sig. Hún segir sjúklinginn hafa hótað honum og að hann hafi óttast hvað gerðist ef hann segði til hans. Hann hafi því ákveðið að skrá sig út og ætlaði að fara aftur þegar sjúklingurinn var farinn. Það gekk hins vegar ekki upp. Dagbjört reyndi í þrígang, með syni sínum, að koma honum að en fékk alltaf þau svör að það væri ekki pláss eða að hann ætti að reyna önnur úrræði fyrst, eins og Vog. „Hann er búinn með einn mánuð á biðlista upp á Vogi af níu. Á dauðalistanum. Það er fólk að deyja á þessum lista og í hrönnum út af þessum sjúkdómi,“ segir Dagbjört en vegna langrar neyslusögu sonar hennar er biðin lengri fyrir hann inn á Vog. Hann hafi samt viljað hjálp og þau því ákveðin að taka málin í eigin hendur. „Ég er hvorki læknir eða hjúkrunarfræðingur eða sérhæfð í afvötnun en þurfti að gera ólöglega hluti til að hjálpa syni mínum í gegnum fráhvöfin Hv að gerðir þú? „Við kaupum lyf á svörtum markaði, til að koma honum í gegn, svokölluð bensólyf. Ég tala í fréttum hérna, að ég gerðist glæpamanneskja, til þess að bjarga syni mínum,“ segir Dagbjört sem er alls ekki sátt við að hafa þurft að leita þessa leið. Dagbjört ætlaði sér ekki þessa leið fyrir son inn en stendur með honum til enda. Vísir/Einar Hún segir að hún myndi vilja sjá miklu meira gert fyrir fólk sem glími við sama vanda og sonur hennar, sama hvort þau vilji hætta eða ekki. „Ég myndi vilja sjá miðstöðvar hérna í hverfum Reykjavíkur. Ef fólk vill hætta, það sé eitthvað sem grípi það og það fái bara sín lyf á þeirri stöð undir umsjá fagfólks.“ Þá er hún einnig mjög gagnrýnin á það að neysluskammtar séu teknir af fólki í hans stöðu og að sektin sem þau eigi að greiða renni ekki í sérstakan sjóð, fyrir fólk sem glími við fíknisjúkdóm. Dagbjört segist enn hafa von fyrir son sinn en óttast framhaldið. „Hans neysla er orðin dauðans neysla. Hann hefur reynt að taka líf sitt sjálfur með því að sprauta það miklu í sig að hann langi ekki til að vakna daginn eftir. Það er sárt,“ segir Dagbjört og heldur áfram: „Hann er góður drengur, góður maður. Hann á vonir, drauma og þrár. Hann hefur sagt það við mig að hann hefði aldrei nokkurn tíma viljað fara á þennan stað. Ég ætlaði mér líka annan veg fyrir son minn en þennan veg.“
Félagsmál Heilbrigðismál Fíkn Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 10. nóvember 2023 14:17 „Það er er auðvelt að eiga fallegt líf ef ég kýs það“ Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, fagnaði fimm árum edrú í gær. Tímamótin eru henni mikilvæg og segir hún þau minna sig á hvaðan hún er að koma. 2. nóvember 2023 20:01 Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. 23. október 2023 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 10. nóvember 2023 14:17
„Það er er auðvelt að eiga fallegt líf ef ég kýs það“ Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, fagnaði fimm árum edrú í gær. Tímamótin eru henni mikilvæg og segir hún þau minna sig á hvaðan hún er að koma. 2. nóvember 2023 20:01
Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. 23. október 2023 07:00