Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi Bjartmar Steinn Guðjónsson og Reynir Sævarsson skrifa 17. nóvember 2023 14:16 Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun