Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi Bjartmar Steinn Guðjónsson og Reynir Sævarsson skrifa 17. nóvember 2023 14:16 Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun