Katrín Tanja fann sig vel í nýju hlutverki á Rogue mótinu: Elskar að lýsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Anikhu Greer á Rogue Invitational um síðustu helgi. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir þáði ekki boð um að keppa á Rogue Invitational CrossFit mótinu í ár en mætti engu að síður til Texas og var auðvitað mjög vel tekið enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Árangur Katrínar Tönju á heimsleikunum hafði skilað henni boð inn á mótið en hún valdi það frekar að hvíla sig vel eftir átökin í haust og ferðaðist um heiminn. Forráðamenn Rogue Invitational sóttust samt sem áður eftir að fá hana til að mæta á mótið þar sem hún fékk að taka þátt í alls kyns viðburðum í tengslum við það. Óhætt er að segja að það hafi líka verið nóg að gera hjá okkar konu þessa helgi þrátt fyrir að hún hafi ekki verið að keppa sjálf. Katrín og Anníe Mist Þórisdóttir vöktu mikla lukku þegar kepptu hlið við hlið í Legends keppninni en það var ákvörðun sem var tekin með stuttum fyrirvara. Katrín gerði Rogue Invitational mótið upp með skemmtilegri myndasyrpu á samfélagsmiðlum sínum. „Ég sat í allt öðru sæti en ég er vön en þetta er alltaf jafn gaman,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég gerði mikið af því að lýsa keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa það og ég vissi því ekki hverju ég ætti von á. Ég elskaði það,“ skrifaði Katrín. Hún hrósar framkvæmdinni hjá Rouge og segir að þetta mót sé alltaf svo vel heppnað. „Ég æfði á hverjum morgni en alls ekki nógu mikið. Ég hitti fullt af vinum og hefði bara þurft meiri tíma í sólarhringinn,“ skrifaði Katrín en það má sjá myndirnar hér fyrir neðan. Ef að Instagram færslan birtist ekki ætti að vera nóg að endurhlaða fréttinni í vafranum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Árangur Katrínar Tönju á heimsleikunum hafði skilað henni boð inn á mótið en hún valdi það frekar að hvíla sig vel eftir átökin í haust og ferðaðist um heiminn. Forráðamenn Rogue Invitational sóttust samt sem áður eftir að fá hana til að mæta á mótið þar sem hún fékk að taka þátt í alls kyns viðburðum í tengslum við það. Óhætt er að segja að það hafi líka verið nóg að gera hjá okkar konu þessa helgi þrátt fyrir að hún hafi ekki verið að keppa sjálf. Katrín og Anníe Mist Þórisdóttir vöktu mikla lukku þegar kepptu hlið við hlið í Legends keppninni en það var ákvörðun sem var tekin með stuttum fyrirvara. Katrín gerði Rogue Invitational mótið upp með skemmtilegri myndasyrpu á samfélagsmiðlum sínum. „Ég sat í allt öðru sæti en ég er vön en þetta er alltaf jafn gaman,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég gerði mikið af því að lýsa keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa það og ég vissi því ekki hverju ég ætti von á. Ég elskaði það,“ skrifaði Katrín. Hún hrósar framkvæmdinni hjá Rouge og segir að þetta mót sé alltaf svo vel heppnað. „Ég æfði á hverjum morgni en alls ekki nógu mikið. Ég hitti fullt af vinum og hefði bara þurft meiri tíma í sólarhringinn,“ skrifaði Katrín en það má sjá myndirnar hér fyrir neðan. Ef að Instagram færslan birtist ekki ætti að vera nóg að endurhlaða fréttinni í vafranum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira