„Hann getur verið skrímsli varnarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 12:01 Tómas Valur (til hægri) er mikils metinn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni. Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira