Golden State Warriors fær kvennalið samþykkt í WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 10:30 Stephen Curry hjá Golden State Warriors sést hér mættur á WNBA leik og bregður á leik með stjörnuleikmanninum A'ju Wilson hjá Las Vegas Aces. Getty/Ethan Miller/ Golden State Warriors mun tefla fram liði í WNBA-deildinni frá og með árinu 2025. WNBA hefur samþykkt umsókn Warriors og ákveðið þar með að fjölga liðum í deildinni. Golden State Warriors hefur verið eitt sigursælasta lið karladeildarinnar, NBA, undanfarin áratug og nú vill félagið einnig gera góða hluti í kvennadeildinni. Coming in 2025 to the Bay Area@WNBA BASKETBALL. pic.twitter.com/clfahB6WSR— WNBA Golden State (@wnbagoldenstate) October 5, 2023 Joe Lacob, eigandi Golden State, lofar því að ætla að setja mikið púður í kvennaliðið. „Við erum að koma inn til að verða númer eitt, til að vinna,“ sagði Joe Lacob við ESPN. „Í öðru lagi þá viljum við sjá deildina og kvennakörfuna stækka og við vonumst til að hjálpa til við það,“ sagði Lacob. Hann segir stefnuna setta strax á að vera tekjuhæsta lið kvennadeildarinnar. „Við teljum að við getum gert þetta mjög vel af því að við vitum hvernig á að gera þetta. Við höfum allt til alls og við getum komið inn með öfluga styrktaraðila og ég er viss um að deildin muni græða mikið á því,“ sagði Lacob. Á nýjasta lista Forbes þá er Golden State Warriors verðmætasta félagið í NBA en það er metið á sjö milljarða dollara. Þar skiptir miklu máli hversu vel tókst til að byggja og taka í notkun nýju íþróttahöll liðsins, Chase Center í San Francisco, sem hefur slegið í gegn. Kvennaliðið mun einnig spila heimaleiki sína í Chase Center en liðið mun aftur á móti æfa í Oakland þar sem karlaliðið æfði til ársins 2019. #DubNation just leveled up.Let's get it, @wnbagoldenstate pic.twitter.com/ZZz8tsKfBZ— Golden State Warriors (@warriors) October 5, 2023 NBA WNBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Golden State Warriors hefur verið eitt sigursælasta lið karladeildarinnar, NBA, undanfarin áratug og nú vill félagið einnig gera góða hluti í kvennadeildinni. Coming in 2025 to the Bay Area@WNBA BASKETBALL. pic.twitter.com/clfahB6WSR— WNBA Golden State (@wnbagoldenstate) October 5, 2023 Joe Lacob, eigandi Golden State, lofar því að ætla að setja mikið púður í kvennaliðið. „Við erum að koma inn til að verða númer eitt, til að vinna,“ sagði Joe Lacob við ESPN. „Í öðru lagi þá viljum við sjá deildina og kvennakörfuna stækka og við vonumst til að hjálpa til við það,“ sagði Lacob. Hann segir stefnuna setta strax á að vera tekjuhæsta lið kvennadeildarinnar. „Við teljum að við getum gert þetta mjög vel af því að við vitum hvernig á að gera þetta. Við höfum allt til alls og við getum komið inn með öfluga styrktaraðila og ég er viss um að deildin muni græða mikið á því,“ sagði Lacob. Á nýjasta lista Forbes þá er Golden State Warriors verðmætasta félagið í NBA en það er metið á sjö milljarða dollara. Þar skiptir miklu máli hversu vel tókst til að byggja og taka í notkun nýju íþróttahöll liðsins, Chase Center í San Francisco, sem hefur slegið í gegn. Kvennaliðið mun einnig spila heimaleiki sína í Chase Center en liðið mun aftur á móti æfa í Oakland þar sem karlaliðið æfði til ársins 2019. #DubNation just leveled up.Let's get it, @wnbagoldenstate pic.twitter.com/ZZz8tsKfBZ— Golden State Warriors (@warriors) October 5, 2023
NBA WNBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira