Körfubolti

Stólarnir úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Evrópuævintýri Tindastóls er lokið.
Evrópuævintýri Tindastóls er lokið. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik í Evrópubikar FIBA. Þetta er ljóst þó enn sé einn leikur eftir af forkeppninni. Tindastóll endar í 2. sæti í sínum riðli með stigamun upp á -1 stig.

Þann 3. október vann Tindastóll sigur á eistneska liðinu Parnu, lokatölur í Eistlandi 62-69. Leikið er í þriggja liða riðlum og sigurvegarar riðlanna fara áfram í riðlakeppni Evrópubikarsins.

Stólarnir þurfti því „aðeins“ sigur gegn Trepca frá Kósovó til að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Sá leikur gekk ekki jafn vel og enduðu Stólarnir á að tapa með átta stiga mun, lokatölur 77-69.

Þar með virtist sem öll von væri úti en svo var ekki þar sem tvö bestu liðin í 2. sæti fara einnig áfram í riðlakeppnina. Nú er ljóst að Stólarnir verða ekki meðal tveggja bestu liðanna í 2. sæti og Evrópuævintýrið er því úti.


Tengdar fréttir

Ekki öll nótt úti enn hjá Tindastóli

Tindastóll eygir enn von um sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfuknattleik. Liðið getur ekki unnið sinn undanriðil en gæti engu að síður náð að framlengja Evrópuævintýri sitt.

Tindastóll úr leik eftir tap í Eistlandi

Lið Tindastóls tapaði gegn BC Trepca frá Kósóvó í undankeppni Evrópubikarsins í körfubolta en leikið var í Eistlandi í dag. Tapið þýðir að liðið á ekki möguleika á að komast í riðlakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×