Skoðun

Nám snýst um breytingar

Arnar Óskarsson skrifar

Nýjar upplýsingar geta valdið því að eldri kerfi verði úrelt, og ný kerfi komi í staðinn. Tölvur og snjallsímar hafa breytt til dæmis bankaþjónustu og skólum. Sama gildir um gervigreind, rafskutlur og rafhjól sem breyta einu og öðru.

Nám er ferli þar sem nemendur vinna með upplýsingar, tengja þær við það sem þeir vita og skapa þannig nýja þekkingu.

Allir áfangar í málaradeild Tækniskólans voru lagðir niður og eftir stóðu 98 verkefni. Nemandinn byrjar á verkefni nr. 1 og vinnur sig áfram að verkefni nr. 98. Hægt er að taka námið í hefðbundnu dagnámi eða með vinnu og þá í kvöldnámi eða í fjarnámi ef viðkomandi býr fjarri höfuðborgarsvæðinu.

Málaraiðn er löggilt iðngrein og meðalnámstími er fjögur ár. Oftast fjórar annir í skóla og vinnustaðanám að hámarki 96 vikur hjá fyrirtæki/iðnmeistara. Nemendur þurfa að tileinka sér 14 hæfnisviðmið málaraiðnar. Þegar náminu er lokið og fer nemandinn í sveinspróf.

Rafrænar ferilbækur halda utan um námsframvindu iðnnema. Ferilbækurnar eru um leið samskiptavettvangur nemandans, skólans og vinnustaðarins þar sem starfsnámið fer fram og einfaldar allt utan um hald og skýrir ábyrgð hvers og eins.

Kennarar í málaradeild Byggingatækniskólans hafa farið frá því að vera þeir sem stjórna námi nemenda yfir í að setja sig í spor nemenda, hvernig þeir læra, og leiðbeina þeim þar sem þeir eru staddir. Nemendur eru hvattir til að vera aktívír í náminu, rannsaka og skapa. Markmið kennslunnar er að auka þekkingu, færni og hæfni nemenda.

Í könnun sem gerð var í febrúar síðast liðnum og styrkt var af KÍ kom meðal annars í ljós að verkefnin í skóla eru oftast skýr og auka færni og veita ánægju. Það hefur áhrif á það hvernig nemendur vinna saman við að leysa verkefnin. Sjá niðurstöður.

Með nýju fyrirkomulagi í verkefnastýrðu námi í málaraiðn geta nemendur nú stundað námið á sínum forsendum og á sínum hraða. Nemandinn er þekkingarsmiður og nýtir námið til að breyta heiminum.

Höfundur er kennari í málaradeild Tækniskólans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Creditinfo

Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.