Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 21. nóvember 2025 14:45 Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun