Nokkur orð um Sinfó Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 26. september 2023 11:34 Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun