Handbolti

Sig­valdi Björn ekki á leið til Kiel

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn verður áfram í Noregi.
Sigvaldi Björn verður áfram í Noregi. Kolektiff Images/Getty Images

Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta og Noregsmeistara Kolstad er ekki á Þýskalandsmeistara Kiel.

Frá þessu greinir íþróttavefur Morgunblaðsins, mbl.is. Sigvaldi Björn verið orðaður við þýska stórveldið en það virðist sem hann verði áfram í Noregi. Hinn 29 ára gamli hornamaður gekk í raðir Kolstad árið 2022 eftir að hafa leikið með Kielce í Póllandi þar á undan.

Það var upprunalega handboltamiðillinn Håndballrykter sem gaf út að Sigvaldi Björn gæti verið á leið til Kiel en það virðist ekkert til í þeim sögusögnum ef marka má heimildir mbl.is.

Sigvaldi Björn hefur farið hægt af stað í Noregi á yfirstandandi tímabili en Kolstad er með fimm stig í 3. sæti eftir fjórar umferðir. Kiel er með fimm stig í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar að loknum sex umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×