Whittaker þótti sérstaklega flinkur að blístra og nýtti sér það óspart í lögum sínum, en meðal annarra laga sem hann var þekkur fyrir má nefna The Last Farewell og New World in the Morning.
Í frétt BBC segir að plötur hans hafi selst í nærri fimmtíu milljónum eintaka á heimsvísu.
Whittaker fæddist í Naíróbí, höfuðborg Kenía, en foreldrar hans voru frá Staffordskíri í Englandi. Hann hóf söngferilinn þegar hann stundaði nám í læknisfræði í Kenía, en hætti á öðru ári þegar hann fluttist til Wales þar sem hann náði sér í kennsluréttindi og hélt áfram að syngja og semja.
Whittaker var mikill tungumálamaður og söng mörg lög sín einnig á þýsku og frönsku sem skilaði sér í auknum vinsældum hans á meginlandi Evrópu, sér í lagi í Þýskalandi.
Hann settist í helgan stein í Frakklandi árið 2012. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Natalie, fimm börn og fjölda barnabarna.
Whittaker hélt nokkra tónleika á Broadway í Reykjavík árið 2000.