Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn leiddu með sjö mörkum í hálfleik, staðan þá 18-11. Í þeim síðari héldu yfirburðirnir áfram og það fór svo að Ljónin frá Mannheim, þar sem Löwen er staðset, unnu með tíu marka mun.
Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason skoruðu eitt mark hvor. Þá gaf Arnór Snær einnig eina stoðsendingu.
Þetta var fyrsti sigur Löwen á tímabilinu en liðið aðeins leikið þrjá leiki meðan mörg önnur hafa spilað fimm til þessa. Löwen er með þrjú stig að loknum þremur leikjum í 11. sæti.