Handbolti

Ný­liðar Víkings unnu Ís­lands­meistara ÍBV og Grótta lagði HK

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Örn Griffin var frábær í liði Víkings í kvöld.
Daníel Örn Griffin var frábær í liði Víkings í kvöld. Vísir/Diego

Tveir leikir fóru fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Nýliðar Víkings unnu óvæntan fimm marka sigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 31-26. Grótta vann HK með eins marks mun, 27-26.

Fyrir leikinn í Safamýri var búist við öruggum sigri ÍBV en heimamenn komu öllum á óvart og unnu magnaðan sigur. Daníel Örn Griffin fór mikinn og skoraði átta mörk fyrir heimamenn.

Þar á eftir komu Styrmir Sigurðarson með fimm mörk og Gunnar Valdimar Johnsen með fimm mörk. Sverrir Andrésson varði 11 skot í markinu. Hjá ÍBV var Arnór Viðarsson með sjö mörk og Gauti Gunnarsson fjögur.

Grótta vann HK í háspennuleik á Seltjarnarnesi. Jakob Ingi Stefánsson skoraði níu mörk í liði Gróttu og Ágúst Ingi Óskarsson skoraði sjö. Einar Baldvin Baldvinsson varði 13 skot í markinu. Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði sjö mörk í liði HK.

Öll fjögur liðin hafa nú unnið einn og tapað einum þegar tveimur umferðum er lokið í Olís-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×