Handbolti

Afturelding kjöldró Selfyssinga | KA og Fram skiptu stigunum á milli sín

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding vann afar öruggan sigur í kvöld.
Afturelding vann afar öruggan sigur í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Afturelding vann afar öruggan 16 marka sigur er liðið tók á móti Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 37-21. Á sama tíma gerðu KA og Fram jafntefli í æsispennandi leik fyrir norðan.

Selfyssingar sáu aldrei til sólar er þeir mættu í Mosfellsbæinn í kvöld. Þrátt fyrir nokkuð jafnar upphafsmínútur voru heimamenn sterkari á öllum sviðum og náðu fimm marka forskoti í stöðunni 12-7 eftir tæplega tuttugu mínútna leik.

Selfyssingar náðu ekki að stöðva blæðinguna og Mosfellingar gengu á lagið. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðinn níu mörk, staðan 19-10, Aftureldingu í vil.

Heimamenn skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiksins og komu sér þar með tíu mörkum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Selfyssingar áttu fá svör við sóknarleik Aftureldingar og heimamenn sigldu að lokum heim öruggum  marka sigri, .

Á sama tíma fór fram mun meira spennandi handboltaleikur á Akureyri þar sem KA tók á móti Fram. Heimamenn höfðu yfirhöndina stærstan hluta fyrri hálfleiks, en Framarar náðu góðu áhlaupi undir lok hálfleiksins og jöfnuðu metin í 17-17 áður en gengið var til búningsherbergja.

Það var svo lítið sem ekkert sem skildi liðin að í síðari hálfleik. Heimamenn náðu þriggja marka forskoti í stöðunni 27-24 þegar um stundarfjórðungur lifði leiks, en gestirnir jöfnuðu metin um fimm mínútum síðar.

Liðin skiptust á að skora seinustu mínúturnar og niðurstaðan varð því jafntefli, lokatölur 34-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×