„Þetta er stærsta hlaupapartí ársins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 09:02 Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi Bakgarðshlaupsins, er spennt fyrir helginni. Vísir/Dúi Spennan er mikil fyrir bakgarðshlaupinu í Heiðmörk sem verður haldið í fjórða sinn um helgina. Hlaupið hefur aldrei verið skipað eins sterkum hópi keppenda. „Hlauparar eru spenntir og mörg eru á fullu að undirbúa sig fyrir helgina. Mörg ætla að fara langt, veit ég, og við höfum aldrei verið með svona sterkt bakgarðshlaup áður. Við erum með 38 keppendur sem hafa farið 100 kílómetra eða lengra áður. Þetta er sjötta keppnin sem við höldum, hún verður alltaf sterkari og sterkari,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi hlaupsins. Fjölda keppanda var fjölgað í fyrra en er sá sami í ár. 250 hlauparar taka þátt og komast færri að en vilja. „Við erum afmörkuð af svæði og hámarksfjöldinn er með umhverfið í huga. Við erum þarna inni á vatnsverndarsvæði í Heiðmörk. En þetta er líka með árangur og líðan keppenda í huga. Það geta ekki verið of margir í þessari tegund af keppni.“ segir Elísabet. Hlaupið þar til einn stendur eftir Fyrirkomulagið er þá með sama móti og síðustu ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring klukkan níu á laugardagsmorgun og hafa klukkustund til þess að klára hann. Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. „Hringurinn hefst í Elliðavatnsbæ, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur aðsetur. Þetta er dásamlega fallegur hringur um Heiðmörk, stígana þar og þú þarft að ljúka hverjum hring innan klukkutíma. Ef þú ert klukkutíma með hringinn hefur þú tíu mínútur til að hvíla þig áður en þú leggur aftur af stað á heila tímanum,“ „Keppnin hefur í raun engan skilgreindan enda. Hún er þangað til að einn stendur eftir og viðkomandi klárar síðasta hringinn. En fólk þarf að vera í ofboðslega góðri æfingu ef það ætlar að fara 100 kílómetra, ég tala ekki um ef það ætlar að fara sólarhring. Þannig að við biðlum til fólks að fara ekki fram úr sér og ætla sér lengra í keppni en það hefur þjálfað fyrir,“ segir Elísabet. Snýst um að hafa gaman Líkt og Elísabet nefnir að ofan hafa 38 af 250 keppendum hlaupið yfir 100 kílómetra áður. Þó hluti þess fjölda ætli sér lengra en það eru ef til vill stærstur hluti keppenda í þessu til að hafa gaman af. „Meirihlutinn er kannski bara að fara lengstu vegalengd sem það hefur farið. Hvort sem að það er klára fjóra hringi, sem eru um 30 kílómetrar og mörg sem koma aftur og aftur til að bæta við einum hring í hverri keppni og sigra þannig sjálfan sig,“ „Þetta snýst líka um að hafa gaman. Þetta er stærsta hlaupapartí ársins, þessi bakgarðshlaup, og fólk er að hlaupa með vinum sínum. Þarna skiptir hraði ekki máli, þó hann skipti einhverju máli ef þú ætlar að reyna að sigra keppnina, en alla jafna ertu bara að reyna að taka hvern hring í rauninni eins rólega og hægt er,“ segir Elísabet. Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ? Þurfa að undirbúa sig fyrir svefnleysi Fyrir þá kappmeiri gengur keppnin því í raun út á að hlauparar finni eigin mörk og hlaupi þar til þau geti hreinlega ekki meira. Hlauparar í Bakgarðinum í ár hafa nokkrir hlaupið yfir 250 kílómetra og því verið í brautinni í á annan sólarhring. Ljóst er því að árangur á meðal þeirra efstu næst ekki öðruvísi en að vera vansvefta. „Það er náttúrulega erfitt og það sem er erfiðast við þessa tegund af hlaupi er að það er ekki tími til að sofa. Það er ekki svigrúm til þess. Svona tegundir af keppnum hafa verið gagnrýndar vegna þess að fólk er að fara að upplifa svefnleysi ef það ætlar að vera að í einhverja sólarhringa,“ „Þau sem að stefna á það þurfa að skipuleggja einhverja hvíld, svefnhvíld, í sumum hringjum. Þá að taka einhvern hring aðeins hraðar til að geta lagt sig í 15 til 20 mínútur,“ „Það er lítið svigrúm fyrir mistök í svona hlaupi, eða að eitthvað komi upp á. Þá er svo lítill tími til að ná sér aftur á strik.“ segir Elísabet. Mikilvægt að sofa og borða nóg í aðdragandanum Verandi hlaupadrottning sjálf hefur Elísabet reynslu af álíka hlaupum. Hún segir þá sem ætla sér langt þurfa að hvílast eins vel og mögulegt sé dagana fyrir keppni til að geta tekist á við svefnleysið sem bíður þeirra. „Fyrir þau sem stefna á sigur í þessari keppni myndi ég ráðleggja að hvíla sem mest og ná að sofa mikið næstu nætur fyrir keppni. Borða vel auðvitað, það þarf að fylla vel á orkubirgðir líkamans og passa að maður sé með allt til alls,“ segir Elísabet. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
„Hlauparar eru spenntir og mörg eru á fullu að undirbúa sig fyrir helgina. Mörg ætla að fara langt, veit ég, og við höfum aldrei verið með svona sterkt bakgarðshlaup áður. Við erum með 38 keppendur sem hafa farið 100 kílómetra eða lengra áður. Þetta er sjötta keppnin sem við höldum, hún verður alltaf sterkari og sterkari,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi hlaupsins. Fjölda keppanda var fjölgað í fyrra en er sá sami í ár. 250 hlauparar taka þátt og komast færri að en vilja. „Við erum afmörkuð af svæði og hámarksfjöldinn er með umhverfið í huga. Við erum þarna inni á vatnsverndarsvæði í Heiðmörk. En þetta er líka með árangur og líðan keppenda í huga. Það geta ekki verið of margir í þessari tegund af keppni.“ segir Elísabet. Hlaupið þar til einn stendur eftir Fyrirkomulagið er þá með sama móti og síðustu ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring klukkan níu á laugardagsmorgun og hafa klukkustund til þess að klára hann. Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. „Hringurinn hefst í Elliðavatnsbæ, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur aðsetur. Þetta er dásamlega fallegur hringur um Heiðmörk, stígana þar og þú þarft að ljúka hverjum hring innan klukkutíma. Ef þú ert klukkutíma með hringinn hefur þú tíu mínútur til að hvíla þig áður en þú leggur aftur af stað á heila tímanum,“ „Keppnin hefur í raun engan skilgreindan enda. Hún er þangað til að einn stendur eftir og viðkomandi klárar síðasta hringinn. En fólk þarf að vera í ofboðslega góðri æfingu ef það ætlar að fara 100 kílómetra, ég tala ekki um ef það ætlar að fara sólarhring. Þannig að við biðlum til fólks að fara ekki fram úr sér og ætla sér lengra í keppni en það hefur þjálfað fyrir,“ segir Elísabet. Snýst um að hafa gaman Líkt og Elísabet nefnir að ofan hafa 38 af 250 keppendum hlaupið yfir 100 kílómetra áður. Þó hluti þess fjölda ætli sér lengra en það eru ef til vill stærstur hluti keppenda í þessu til að hafa gaman af. „Meirihlutinn er kannski bara að fara lengstu vegalengd sem það hefur farið. Hvort sem að það er klára fjóra hringi, sem eru um 30 kílómetrar og mörg sem koma aftur og aftur til að bæta við einum hring í hverri keppni og sigra þannig sjálfan sig,“ „Þetta snýst líka um að hafa gaman. Þetta er stærsta hlaupapartí ársins, þessi bakgarðshlaup, og fólk er að hlaupa með vinum sínum. Þarna skiptir hraði ekki máli, þó hann skipti einhverju máli ef þú ætlar að reyna að sigra keppnina, en alla jafna ertu bara að reyna að taka hvern hring í rauninni eins rólega og hægt er,“ segir Elísabet. Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ? Þurfa að undirbúa sig fyrir svefnleysi Fyrir þá kappmeiri gengur keppnin því í raun út á að hlauparar finni eigin mörk og hlaupi þar til þau geti hreinlega ekki meira. Hlauparar í Bakgarðinum í ár hafa nokkrir hlaupið yfir 250 kílómetra og því verið í brautinni í á annan sólarhring. Ljóst er því að árangur á meðal þeirra efstu næst ekki öðruvísi en að vera vansvefta. „Það er náttúrulega erfitt og það sem er erfiðast við þessa tegund af hlaupi er að það er ekki tími til að sofa. Það er ekki svigrúm til þess. Svona tegundir af keppnum hafa verið gagnrýndar vegna þess að fólk er að fara að upplifa svefnleysi ef það ætlar að vera að í einhverja sólarhringa,“ „Þau sem að stefna á það þurfa að skipuleggja einhverja hvíld, svefnhvíld, í sumum hringjum. Þá að taka einhvern hring aðeins hraðar til að geta lagt sig í 15 til 20 mínútur,“ „Það er lítið svigrúm fyrir mistök í svona hlaupi, eða að eitthvað komi upp á. Þá er svo lítill tími til að ná sér aftur á strik.“ segir Elísabet. Mikilvægt að sofa og borða nóg í aðdragandanum Verandi hlaupadrottning sjálf hefur Elísabet reynslu af álíka hlaupum. Hún segir þá sem ætla sér langt þurfa að hvílast eins vel og mögulegt sé dagana fyrir keppni til að geta tekist á við svefnleysið sem bíður þeirra. „Fyrir þau sem stefna á sigur í þessari keppni myndi ég ráðleggja að hvíla sem mest og ná að sofa mikið næstu nætur fyrir keppni. Borða vel auðvitað, það þarf að fylla vel á orkubirgðir líkamans og passa að maður sé með allt til alls,“ segir Elísabet. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ?
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira