Kynfræðsla- hvað felst í henni? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 12. september 2023 11:01 Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun