„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 20:01 Aron er mættur heim í fjörðinn. Vísir/Hulda Margrét Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV. Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV.
Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti