Átta lið voru skráð til leiks í mótið sem var með riðlafyrirkomulagi. Hvert lið innihélt sjö leikmenn og var spilað 5 á 5 í fimm mínútna leikjum.
Rikki G og Egill Ploder, starfsmenn FM957, voru umsjónarmenn og kynnar mótsins og sáu um að allt færi sómasamlega fram. Þeir fengu líka til sín góða gesti og lýstu leikjunum af mikilli innlifun.
Liðið Hermann og fleiri sigraði mótið og voru krýndir meistarar í lok móts.

Í öðru sæti varð liðið KefLestin.
