Lífið samstarf

Mikið fjör á Fót­bolta­móti FM957

Fótboltamót FM957
Liðið Hermann og fleiri sigraði Fótboltamót FM957. Hér er liðið, rauðklætt, ásamt starfsfólki FM957.  Mynd/Viktor Freyr
Liðið Hermann og fleiri sigraði Fótboltamót FM957. Hér er liðið, rauðklætt, ásamt starfsfólki FM957.  Mynd/Viktor Freyr

Fótboltamót FM957 fór fram síðasta laugardag í blíðskaparveðri á BB King vellinum í Garðabæ.

Átta lið voru skráð til leiks í mótið sem var með riðlafyrirkomulagi. Hvert lið innihélt sjö leikmenn og var spilað 5 á 5 í fimm mínútna leikjum.

Rikki G og Egill Ploder, starfsmenn FM957, voru umsjónarmenn og kynnar mótsins og sáu um að allt færi sómasamlega fram. Þeir fengu líka til sín góða gesti og lýstu leikjunum af mikilli innlifun.

Fótboltamót FM957. Myndir/Viktor Freyr

Liðið Hermann og fleiri sigraði mótið og voru krýndir meistarar í lok móts. 

Kampakátir sigurvegarar Fótboltamóts FM957 fögnuðu vel.  Mynd/Viktor Freyr
Fótboltamót FM957. Myndir/Viktor Freyr

Í öðru sæti varð liðið KefLestin.

KefLestin lenti í öðru sæti á Fótboltamóti FM957.  Mynd/Viktor Freyr


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.