Lífið samstarf

Tón­listar­veisla Bylgjunnar á Menningar­nótt

Bylgjan
Herra Hnetusmjör var einn þeirra sem kom fram á stórtónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á síðasta ári. Mynd/Hulda Margrét.
Herra Hnetusmjör var einn þeirra sem kom fram á stórtónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á síðasta ári. Mynd/Hulda Margrét.

Árleg tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst.

Fram koma Páll Óskar, Guðrún Árný, Á Móti Sól ásamt Gunna Óla, Una Torfa, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel, Friðrik Dór, Diljá og Gústi B.

Í hádeginu í dag var svo tilkynnt að sjálfur Prettyboitjokko hefði bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast kl. 18 og standa yfir til 22.45 en þeir verða í beinni útsendingu Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Tónleikarnir hafa verið afar vel sóttir undanfarin ár en hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikum síðasta árs.

Það var mikið fjör á stórtónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt á síðasta ári. Myndir/Hulda Margrét
Bylgjan menningarnótt 2022. Mynd/Hulda Margrét

Matarvagnar frá Götubitanum verða í Hljómskálagarðinum á sama tíma og því má búast við miklu fjöri og sannkallaðri tónlistar- og matarveislu sem Bylgjan skipuleggur í samstarfi við Sjóvá, 7up Zero og Wolt.

Flugeldasýning Menningarnætur hefst kl. 23 við Arnarhól en hún er lokaatriði dagsins.

Hægt er að kynna sér dagskrá Menningarnætur hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×