Sport

Furðuleg sena er „Cotton Eyed Joe“ truflaði leik á lykilaugnabliki

Valur Páll Eiríksson skrifar
Pegula fagnaði sigri eftir atvikið skrautlega.
Pegula fagnaði sigri eftir atvikið skrautlega. Getty

Furðulegt augnablik var í tennisleik Jessicu Pegula og Igu Swiatek á National Bank Open-mótinu í tennis í Montreal í gær. Kántrílagið „Cotton Eyed Joe“ glumdi í hljóðkerfinu og truflaði leikinn.

Einhver starfsmaður hefur fengið áminningu í Montreal eftir að hafa rekist í takka á lykilaugnabliki í leiknum. Swiatek var nýbúin að taka uppgjöf þegar lagið sprakk skyndilega fram í hljóðkerfinu þegar hún var 4-3 undir, eftir að hafa tapað fyrsta settinu 6-2.

Endurtaka þurfti uppgjöfina og hefja leik að nýju, eftir að aðdáendur í stúkunni höfðu baulað hressilega á mistökin. Swiatek gerði hins vegar vel eftir atvikið og snúði fram þriðja sett eftir upphækkun.

Pegula, sem er dóttir Terry og Kim Pegula, eiganda Buffalo Bills í NFL-deildinni, kláraði hins vegar þriðja settið og fagnaði sigri; 6-2, 6-7, 6-4.

Atvikið má sjá að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×