Sport

Dagskráin í dag: Golf og fylgst með æfingum New York Jets

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Zach Wilson og félagar í New Rok Jets búa sig undir komandi tímabil í NFL-deildinni.
Zach Wilson og félagar í New Rok Jets búa sig undir komandi tímabil í NFL-deildinni. Frank Jansky/Icon Sportswire via Getty Images

Íþróttalífið hefur heldur hægt um sig á sportrásum Stöðvar 2 þennan föstudaginn, en þó ætti áhugafólk um golf og NFL ekki að þurfa að láta sér leiðast.

Við hefjum leik úti á golfvelli strax klukkan 10:00 þar sem annar dagur AIG Women's Open fer fram á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 20:50 er svo komið að NFL Hard Knocks: Training Camp with the New York Jets’ 1 á Stöð 2 Sport 2 þar sem fylgst verður með æfingum New York Jets fyrir komandi tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×