Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 08:01 Bergrós Björnsdóttir sést hér á verðlaunapallinum og að sjálfsögðu með íslenska fánann. Með henni eru Lucy McGonigle og Trista Smith. Instagram/@crossfitgames Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira