Körfubolti

Mark Jackson sagt upp störfum hjá ESPN

Siggeir Ævarsson skrifar
Mark Jackson þungur á brún
Mark Jackson þungur á brún Vísir/Getty

Mark Jackson var í gær sagt upp störfum sem lýsandi á ESPN stöðinni bandarísku. Miklar hrókeringar eru í gangi í starfsliði stöðvarinnar en Jeff Van Gundy var sagt upp störfum í lok júní eftir 16 ár hjá stöðinni.

Þeir félagar Jackson og Van Gundy hafa undanfarin ár myndað sannkallað þungavigtarteymi í lýsingum í NBA deildinni ásamt Mike Breen, sem er nú einn eftir á stöðinni af þríeykinu. Sjálfur hefur Jackson verið samanlagt 15 ár við störf hjá ESPN og sagði hann uppsögnina koma sér mjög á óvart.

Jackson gaf út yfirlýsingu um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði m.a:

„Í morgun var mér óvænt tjáð að krafta minna væri ekki lengur óskað hjá ESPN. Þó svo að ég sé bæði óánægður og hneykslaður á hversu brátt þetta bar að vil ég samt þakka ESPN og öllu starfsfólkinu þar fyrir að leyfa mér að vera hluti af þessu teymi síðustu 15 plús ár.“

Talið er að ESPN ætli að veita Doris Burke stöðuhækkun og hún taki yfir aðra lýsendastöðuna og Doc Rivers verði ráðinn í hina en Rivers hefur verið atvinnulaus síðan í vor þegar Philadelphia 76ers ráku hann eftir að liðið tapaði í leik sjö í undanúrslitum Austurdeildarinnar gegn Boston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×