Sport

Keyrði á 135 km yfir há­marks­hraða vegna hundsins síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Addison í fyrstu myndatökunni sem leikmaður Minnesota Vikings í NFL deildinni.
Jordan Addison í fyrstu myndatökunni sem leikmaður Minnesota Vikings í NFL deildinni. Getty/Michael Owens

NFL útherjinn Jordan Addison kom sér í fréttirnar á dögunum þegar hann var tekinn á ofsahraða. Afsökunin hefur líka vakið nokkra athygli.

Addison var tekinn á 225 kílómetra hraða 20. júlí síðastliðinn þar sem hann mátti bara keyra á 90 kílómetra hraða.

Hann var því að keyra á 135 km yfir hámarkshraða í þessu tilfelli og að sjálfsögðu stöðvaður af lögreglunni í Minnesota.

Addison var þarna á Lamborghini Urus bílnum sínum á vegi í nágrenni Saint Paul sem er tvíburaborg Minneapolis.

Nýliðinn fékk tækifæri til að útskýra sína hlið á málinu og hún komst líka í fréttirnar.

Addison sagði nefnilega að hann hafi verið að flýta sér heim af því að hundurinn hans var í vandræðum heima fyrir.

Addison er 21 árs nýliði sem Minnesota Vikings valdi með 23. valrétti í nýliðavalinu. Hann ferðast hratt um á vellinum sjálfum og greinilega utan hans líka.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×