Auðmjúkur Djokovic eftir tapið á Wimbledon: „Þú átt þetta svo sannarlega skilið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 23:30 Novak Djokovic hrósaði Carlos Alcaraz í hástert eftir að sá síðarnefndi bar sigur úr býtum í úrslitum Wimbledon mótsins í tennis. Frey/TPN/Getty Images Novak Djokovic, einn besti tenniskappi allra tíma, var hársbreidd frá því að skrá nafn sitt enn frekar í sögubækurnar er hann mætti Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon risamótsins í tennis í dag. Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum. Tennis Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Sjá meira
Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum.
Tennis Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Sjá meira