Þrælahald Ragnar Erling Hermannsson skrifar 15. júlí 2023 13:01 Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.En það er ekki hjá því komist að hugsa til þess hvers vegna ég fæ að njóta slíkra lífsgæða, hverjum ætli sé að þakka að við sem mökum krókinn getum notið slíkra veiga?„Hver einasti Íslendingur sem ég hef unnið fyrir hefur svikið mig!“.Það er erfitt til þess að hugsa að þetta sé almennt viðhorf þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa komið hingað s.l. ár og fært stórar fórnir víðs fjarri heimahögum og sínum nánustu við að vinna og halda uppi þessum iðnaði sem við státum okkur af.Sérstaklega þar sem ég kný atvinnu mína alfarið á þjóðarrembu og stolti.Það er mikið talað um innflytjendur þessa dagana og svertir það mikið fyrir okkur rembunum hér á Fróni hversu orðljót við getum verið:„Geta þessar afætur ekki verið heima hjá sér?“Svo hljómaði færsla á Fésbókinni um daginn þegar verið var að ræða um hælisleitendur frá Venesúela.„Hvað með afæturnar sem flytja héðan til annara landa?“ var eitt svarið við færslunni og ætla ég að taka undir það.Ég hef skrifað áður um það sem ég tel vera þrælahald nútímans. í raun þá erum við ekkert búin að breytast hvað það varðar síðan á Víkingaöld.Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og veit ég um marga atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem eru mikið heiðarlegir og gera vel við sitt fólk.En það er ekki hjá því komst að minna okkur Íslendinga á að það eru þeir 25.000 pólskir ríkisborgarar og fólk frá öðrum löndum sem hafa séð til þess að við getum rekið þessa ferðaþjónustu.Raunin er reyndar sú að ekki bara þar heldur hefur þetta mikið svo vinnusama fólk haldið uppi flestum greinum sem Íslending vilja ekki sjá að vinna.Þannig að.. Takk Pólland, takk Tékkland og þið öll sem hafið fært ykkar fórnir, ekki kunnað tungumálið og látið öskur og vanþakklæti yfir ykkur ganga.Og fyrir hönd.. hmm.. sjálfs míns held ég a.m.k.:Innilega afsakið fjárans Víkingana! Höfundur er einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.En það er ekki hjá því komist að hugsa til þess hvers vegna ég fæ að njóta slíkra lífsgæða, hverjum ætli sé að þakka að við sem mökum krókinn getum notið slíkra veiga?„Hver einasti Íslendingur sem ég hef unnið fyrir hefur svikið mig!“.Það er erfitt til þess að hugsa að þetta sé almennt viðhorf þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa komið hingað s.l. ár og fært stórar fórnir víðs fjarri heimahögum og sínum nánustu við að vinna og halda uppi þessum iðnaði sem við státum okkur af.Sérstaklega þar sem ég kný atvinnu mína alfarið á þjóðarrembu og stolti.Það er mikið talað um innflytjendur þessa dagana og svertir það mikið fyrir okkur rembunum hér á Fróni hversu orðljót við getum verið:„Geta þessar afætur ekki verið heima hjá sér?“Svo hljómaði færsla á Fésbókinni um daginn þegar verið var að ræða um hælisleitendur frá Venesúela.„Hvað með afæturnar sem flytja héðan til annara landa?“ var eitt svarið við færslunni og ætla ég að taka undir það.Ég hef skrifað áður um það sem ég tel vera þrælahald nútímans. í raun þá erum við ekkert búin að breytast hvað það varðar síðan á Víkingaöld.Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og veit ég um marga atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem eru mikið heiðarlegir og gera vel við sitt fólk.En það er ekki hjá því komst að minna okkur Íslendinga á að það eru þeir 25.000 pólskir ríkisborgarar og fólk frá öðrum löndum sem hafa séð til þess að við getum rekið þessa ferðaþjónustu.Raunin er reyndar sú að ekki bara þar heldur hefur þetta mikið svo vinnusama fólk haldið uppi flestum greinum sem Íslending vilja ekki sjá að vinna.Þannig að.. Takk Pólland, takk Tékkland og þið öll sem hafið fært ykkar fórnir, ekki kunnað tungumálið og látið öskur og vanþakklæti yfir ykkur ganga.Og fyrir hönd.. hmm.. sjálfs míns held ég a.m.k.:Innilega afsakið fjárans Víkingana! Höfundur er einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun