Lífið samstarf

Bylgjulestin mætir í Hafnarfjörð næsta laugardag

Bylgjulestin
Bylgjulestarbíllinn verður í miðbæ  Hafnarfjarðar næsta laugardag.  Mynd/Hulda Margrét
Bylgjulestarbíllinn verður í miðbæ  Hafnarfjarðar næsta laugardag.  Mynd/Hulda Margrét

Bæjar- og tónlistarhátíðin Í hjarta Hafnarfjarðar heldur áfram í dag fimmtudag og stendur yfir til laugardags en Bylgjulestin ætlar einmitt að heimsækja fallega Hafnarfjörðinn næsta laugardag.

Lestarstjórar Bylgjulestarinnar á laugardag verða Erna Hrönn, Ómar Úlfur og Vala Eiríks og verður Bylgjulestarbíllinn staðsettur fyrir aftan Bæjarbíó þar sem þau verða í beinni milli kl. 12 og 16.

Erna Hrönn er einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar næsta laugardag. 

„Við vonum að veðurblíðan haldi áfram að leika við okkur eins og síðustu laugardaga,“ segir Erna Hrönn. „Stemningin í bænum verður örugglega gríðarlega góð enda mikið um að vera en þar má auðvitað helst nefna tónlistarhátíðina frábæru Í hjarta Hafnarfjarðar.“

Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar hér en Í hjarta Hafnarfjarðar hófst 29. júní og er haldin hverja helgi í júlí og lýkur fimmtudaginn 3. ágúst. Dagskrá hátíðarinnar fer fram í Bæjarbíói og á útisvæðinu bak við það en þar verða tvö stór tjöld.

Bæjar- og tónlistarhátíðin Í hjarta Hafnarfjarðar hefur notið mikilla vinsælda í sumar. Bylgjulestin mætir í Hafnarfjörð á laugardag.

Erna Hrönn segir gestalista laugardagsins vera ansi vel mannaðan af góðu fólki. „Til að að stikla á stóru þá tökum við púlsinn á bæjarbragnum með Rósu Guðbjarts bæjarstjóra, Palli Eyjólfs, framkvæmdastjóri Bæjarbíós, kíkir á okkur og skemmtilegt fólk úr ýmsum áttum kíkir við. Listafólkið verður á sínum stað og til dæmis verður okkar eini sanni Laddi gestur okkar. Við spjöllum einnig við Klöru Elías og Magna og munum mögulega skora á þau að grípa í hljóðfæri og sprella með okkur í Bylgjubílnum.“

Ómar Úlfur verður í beinni á Bylgjunni næsta laugardag ásamt Ernu Hrönn og Völu Eiríks.

Mikið fjör verður í kringum Bylgjulestina og ýmislegt skemmtilegt verður í gangi eins og venjulega. Matarvagnar frá Götubitanum verða á staðnum, hoppukastalar frá Kastalar.is, Blaðrarinn mætir með blöðrurnar sínar, boðið verður upp á andlitsmálningu, leiki og skemmtun í boði samstarfsaðila Bylgjulestarinnar.

Einnig verður boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Kynntu þér leikinn nánar hér

Vala Eiríks, einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar næsta laugardag, á auðvelt með að halda uppi fjörinu.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Heklu, Samgöngustofu, Vodafone og Nettó.

Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×