Sport

Tveir rifbeinsbrotnir og mikið brottfall í Tour de France í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjinn Luis León Sánchez hefur keppt tólf sinnum í Tour de France en að þessu sinni varð hann að hætta keppni eftir aðeins fjóra keppnisdaga.
Spánverjinn Luis León Sánchez hefur keppt tólf sinnum í Tour de France en að þessu sinni varð hann að hætta keppni eftir aðeins fjóra keppnisdaga. Getty/Franck Faugere

Tveir hjólreiðamenn í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, hafa þurft að draga sig úr keppni eftir fall á fjórða keppnisdegi.

Hjólreiðamennirnir eru þeir Luis León Sánchez frá Spáni og Jacopo Guarnieri frá Ítalíu. Þeir rifbeinsbrotnuðu báðir eftir fall. Skiljanlega gátu þeir ekki haldið áfram í þessari miklu þolkeppni.

Sánchez er mikill reynslubolti en þetta voru hans tólftu Frakklandshjólreiðar. Hann náði meðal annars níunda sætinu árinu 2010 og hefur unnið fjórar sérleiðir í Tour de France á ferlinum.

Guarnieri hafði einnig keppt áður í Frakklandshjólreiðunum.

Mikið hefur gengið á í keppninni til þessa. Þessir tveir eru ekki þeir fyrstu sem verða að hætta keppni vegna meiðsla í Tour de France í ár.

Áður höfðu meðal annars þeir Richard Carapaz and Enric Mas þurft að hætta keppni líka en þeir voru báðir líklegir til afreka í ár.

Bretinn Adam Yates er í forystu eftir fjórar fyrstu sérleiðirnar. Næst á dagskrá er 162,7 kílómetra sérleið um fjalllendi frá Pau til Laruns. Það er mikið eftir ennþá en Frakklandshjóleiðunum lýkur ekki fyrr en 23. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×