„Við ætlum að vera í topp sex“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 11. júní 2023 18:42 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm „Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. „Við sköpuðum okkur fullt af færum og skorum tvö frábær mörk í fyrri hálfleik. Mínar stelpur voru mjög ákveðnar í sínum aðgerðum, þegar við vinnum boltann að þá förum við í ákveðin svæði og mér fannst við skapa fullt af færum til að skora mörk. Við keyrðum síðan síðasta naglann í þetta í síðari hálfleik með markinu frá Tahnai.“ Þór/KA skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu í leiknum og fyrri hálfleikur var eign heimakvenna. Gestirnir komu beinskeyttari inn í síðari hálfleikinn og ógnuðu marki Þór/KA á fyrstu tíu mínútum en Þór/KA var fyrri til að skora þetta mikilvæga þriðja markið í þessum leik. „Selfoss er með hörku lið og þær eru mjög hættulegar og beinskeyttar en við sjáum að sjálfstraustið er ekki í botni hjá þeim. Við vorum ekki á ósvipuðum stað fyrir þennan leik þar sem það er líka búið að ganga hægt og illa hjá okkur undanfarið. Það fer alveg í hausinn á leikmönnum þannig það var mjög mikilvægt að ná inn þessu þriðja marki þótt mér fannst við alveg vera með leikinn í okkar höndum fyrir það.“ Una Móeiður Hlynsdóttir kom inn í byrjunarlið Þór/KA og var þeirra besti leikmaður á vellinum í dag, skoraði fyrsta markið og lét vörn Selfoss hafa mikið fyrir sér. „Við höfum saknað Unu Móeiði eins og annarra leikmanna sem hafa verið meiddar hjá okkur. Hún er ofboðslega öflugur sóknarmaður og gerir ótrúlega mikið inn á vellinum. Það er rosalega erfitt að spila á móti henni og ég held að Selfoss hafi fundið það í dag, svo gerir hún líka leikmenn í kringum sig betri. Það býr til breidd að fá hana úr þessum meiðslum, við viljum hafa samkeppni um stöður og mér finnst hópurinn alltaf vera að þéttast og verða betri.“ Jóhann var ánægður með stigin en minnti sömuleiðis á góða byrjun liðsins í upphafi móts sem aðstoði við það að liðið sé allavega tímabundið komið upp í fjórða sætið. „Við náum mest þremur stigum í einu og sem betur fer getur engin tekið þau af okkur. Þannig við erum með þessi stig sem við fengum fyrir góðan byrjun á mótinu, þó það hafi gengið aðeins á fótinn í síðustu þremur leikjum þá bara höldum við áfram þessari stigasöfnun. Okkar markmið er það sama, við ætlum að vera í topp sex sætunum og ef við höldum áfram svona að þá eigum við góðan möguleika á því.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland 31-28 | Ísland leikur um brons eftir svekkjandi tap Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
„Við sköpuðum okkur fullt af færum og skorum tvö frábær mörk í fyrri hálfleik. Mínar stelpur voru mjög ákveðnar í sínum aðgerðum, þegar við vinnum boltann að þá förum við í ákveðin svæði og mér fannst við skapa fullt af færum til að skora mörk. Við keyrðum síðan síðasta naglann í þetta í síðari hálfleik með markinu frá Tahnai.“ Þór/KA skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu í leiknum og fyrri hálfleikur var eign heimakvenna. Gestirnir komu beinskeyttari inn í síðari hálfleikinn og ógnuðu marki Þór/KA á fyrstu tíu mínútum en Þór/KA var fyrri til að skora þetta mikilvæga þriðja markið í þessum leik. „Selfoss er með hörku lið og þær eru mjög hættulegar og beinskeyttar en við sjáum að sjálfstraustið er ekki í botni hjá þeim. Við vorum ekki á ósvipuðum stað fyrir þennan leik þar sem það er líka búið að ganga hægt og illa hjá okkur undanfarið. Það fer alveg í hausinn á leikmönnum þannig það var mjög mikilvægt að ná inn þessu þriðja marki þótt mér fannst við alveg vera með leikinn í okkar höndum fyrir það.“ Una Móeiður Hlynsdóttir kom inn í byrjunarlið Þór/KA og var þeirra besti leikmaður á vellinum í dag, skoraði fyrsta markið og lét vörn Selfoss hafa mikið fyrir sér. „Við höfum saknað Unu Móeiði eins og annarra leikmanna sem hafa verið meiddar hjá okkur. Hún er ofboðslega öflugur sóknarmaður og gerir ótrúlega mikið inn á vellinum. Það er rosalega erfitt að spila á móti henni og ég held að Selfoss hafi fundið það í dag, svo gerir hún líka leikmenn í kringum sig betri. Það býr til breidd að fá hana úr þessum meiðslum, við viljum hafa samkeppni um stöður og mér finnst hópurinn alltaf vera að þéttast og verða betri.“ Jóhann var ánægður með stigin en minnti sömuleiðis á góða byrjun liðsins í upphafi móts sem aðstoði við það að liðið sé allavega tímabundið komið upp í fjórða sætið. „Við náum mest þremur stigum í einu og sem betur fer getur engin tekið þau af okkur. Þannig við erum með þessi stig sem við fengum fyrir góðan byrjun á mótinu, þó það hafi gengið aðeins á fótinn í síðustu þremur leikjum þá bara höldum við áfram þessari stigasöfnun. Okkar markmið er það sama, við ætlum að vera í topp sex sætunum og ef við höldum áfram svona að þá eigum við góðan möguleika á því.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland 31-28 | Ísland leikur um brons eftir svekkjandi tap Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira