Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 09:01 Óskar Bjarni Óskarsson, nýráðinn þjálfari Vals. Vísir/Einar Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna Olís-deild karla Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna
Olís-deild karla Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Sjá meira