Þetta er í þriðja sinn sem Óskar Bjarni tekur við karlaliði Vals. Hann stýrði því fyrst á árunum 2003-10 og svo 2014-17. Hann stýrði Val með Jóni Kristjánssyni tímabilið 2014-15 og Guðlaugi Arnarssyni 2016-17.
Undir stjórn Óskars Bjarna urðu Valsmenn Íslandsmeistarar 2007 og 2017, bikarmeistarar 2008-09, 2011 og 2017 og deildarmeistarar 2015.
Undanfarin ár hefur Óskar Bjarni verið aðstoðarmaður Snorra með Valsliðið. Á síðasta tímabili varð Valur deildarmeistari og komst í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Liðið féll hins vegar úr leik í átta liða úrslitum um Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn.