Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júní 2023 17:49 Katrín Jakobsdóttir segir einhug vera meðal ríkisstjórnarinnar um málið. Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira