Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júní 2023 17:49 Katrín Jakobsdóttir segir einhug vera meðal ríkisstjórnarinnar um málið. Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar myndu laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þannig myndu laun forsætisráðherra til að mynda hækka um 156 þúsund krónur. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og kallað var eftir því að ráðamenn myndu snúa henni við. Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að svara kallinu með því að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að með ákvörðuninni vilji ríkisstjórnin senda þjóðinni skýr skilaboð. „Við gerum það auðvitað til þess að senda mjög skýr skilaboð til íslensks samfélags, um samstöðu með launafólki og skýr skilaboð um að við munum slá niður þessa verðbólgu. Þess vegna leggjum við til 2,5 prósenta hækkun, í staðinn fyrir sex prósenta hækkun, sem er þá í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans og þannig er það algjörlega tryggt að launahækkanir æðstu ráðamanna eru ekki að skapa verðbólguþrýsting,“ segir forsætisráðherra. Einhugur innan stjórnarinnar Katrín segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um tillögu um að lækka launahækkanir niður í 2,5 prósent. Hún hafi þegar fundað með formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi um tillöguna og segir að best væri að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. „Þetta var mjög gott samtal sem við áttum í morgun, ég held við séum öll sammála um að það sé mjög mikilvægt að við stígum inn í. Svo er bara spurning hvernig það verður útfært. Þetta er sú niðurstaða sem við komumst að og leggjum til,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira