Handbolti

Dúrí dara dúrí dara dúrí dei: Myndir frá Ís­lands­meistara­kvöldinu í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Miskevich fagnar manna mest inn á vellinum og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann fór fyrir fögnuði Eyjamanna inn í klefa.
Pavel Miskevich fagnar manna mest inn á vellinum og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann fór fyrir fögnuði Eyjamanna inn í klefa. Vísiri/Vilhelm

Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla í þriðja sinn í gærkvöldi þegar þeir unnu 25-23 sigur á Haukum í oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn.

ÍBV varð þarna Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár en liðið var bæði að kveðja þjálfara sinn og lykilleikmenn með Íslandsmeistaratitli.

Eyjaliðið tók frumkvæðið í upphafi leiks og voru alltaf skrefinu á undan Haukum. Eftir tvo tapleiki í röð þá ætluðu Eyjamenn ekki að verða annað félagið til að missa niður 2-0 forystu í úrslitaeinvígi.

Það var síðan gríðarlegur fögnuður hjá Eyjamönnum í leikslok enda í fyrsta sinn sem karlalið ÍBV í handbolta tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Vestmannaeyjum og náði þessum frábæru myndum hér fyrir neðan. Þær eru í réttri tímaröð og enda á fögnuði Eyjastrákanna inn í klefa.

Stuðningsmenn Eyjamanna bjuggu til einstaka stemmningu þegar það voru slökkt ljósin í leikmannakynningunni fyrir leik.Vísir/Vilhelm
Aron Rafn Eðvarðsson var í Eyjaliðinu sem vann 2018 en nú lék hann með Haukum.Vísir/Vilhelm
Kári Kristján Kristjánsson ætlar að halda áfram en hér skorar hann í oddaleiknum.Vísir/Vilhelm
Andri Már Rúnarsson var frábær í úrslitaeinvíginu en átta mörk hans voru ekki nóg í gær.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Dagur Arnarsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta í þriðja sinn með ÍBV.Vísir/Vilhelm
Haukarnir fjölmenntu líka til Eyja.Vísir/Vilhelm
Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, fagnar góðri vörslu.Vísir/Vilhelm
Rúnar Kárason bætti markametið í úrslitaeinvígi og var kosinn bestur.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Kári Kristján Kristjánsson fagnar með Eyjastúkunni.Vísir/Vilhelm
Kári Kristján Kristjánsson er maður stemmningarinnar.Vísir/VilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.