Fékk Katrínu Tönju til að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 08:31 Þessi frábæra frammistaða um helgina skiptin Katrínu Tönju Davíðsdóttur miklu máli eins og sjá mátti í viðtalinu. Skjámynd/@talkingelitefitness Katrín Tanja Davíðsdóttir stimplaði sig aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit íþróttinni með frábærri frammistöðu sinni á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku. Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira