Tvær þjóðir í sama landi Ingólfur Sverrisson skrifar 30. maí 2023 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun