Körfubolti

Svali segir enga breytingu á stöðu Kristós hjá Val

Runólfur Trausti Þórhallsson og Aron Guðmundsson skrifa
Kristófer Acox sækir að Pétri Rúnari Birgissyni. Mögulega verða þeir liðsfélagar næsta vetur.
Kristófer Acox sækir að Pétri Rúnari Birgissyni. Mögulega verða þeir liðsfélagar næsta vetur. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Tindastóls vilja ólmir fá Kristófer Acox, miðherja Vals, í sínar raðir. Formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir enga breytingu á stöðu Kristófers hjá félaginu.

Tindastóll lagði Val í stórbrotnu úrslitaeinvígi Subway-deildar karla fyrr í þessum mánuði. Ekki nóg með að Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, hafi unnið sína gömlu félaga í Val heldur vill hann nú fá einn þeirra besta leikmann úr höfuðborginni og á Sauðárkrók.

Frá þessu var fyrst greint í hlaðvarpinu Dr. Football sem á það til að tjá sig um íslenskan körfubolta. Þar sagði Jóhann Már Helgason að:

„Kristófer Acox er með stærsta samning sem nokkur leikmaður hér á landi hefur fengið, fyrir framan sig. Hann getur skrifað undir hann. Þeir eru búnir að bjóða honum einhvern svakalegan díl.“

Umræðan er á þá leið að Kristófer hafi rift samningi sínum að Hlíðarenda en Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, þvertekur fyrir það.

„Hann er með samning við Val, það hefur engin breyting orðið á því,“ sagði Svali Björgvinsson í samtali við Vísi.

Heimildir Vísis herma að það sé næsta öruggt að Stólarnir hafi boðið Kristófer samning og það sé í raun og veru „nóg til“ á Króknum eftir úrslitakeppni þar sem félagið náði að maka krókinn vel. Hversu stór téður samningur sé er hins vegar enn óvitað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×