Körfubolti

Heat með bókað flug til Den­ver eftir leikinn í Boston

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr einvígi Miami Heat og Boston Celtics.
Úr einvígi Miami Heat og Boston Celtics. EPA-EFE/RHONA WISE

Miami Heat mætir Boston Celtics – í Boston – í oddaleik um sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. NBA spekingur vestanhafs hefur greint frá því að lið Miami hafi nú þegar bókað flugið til Denver eftir að leik kvöldsins lýkur.

Það virtist allt stefna í að Miami Heat og Denver Nuggets myndu mætast í úrslitum NBA-deildarinnar. Denver sópaði Los Angeles Lakers úr leik í úrslitum Vesturdeildar á meðan Heat var 3-0 yfir gegn Boston í úrslitum Austurdeildar.

Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Boston hins vegar að snúa einvíginu við og er staðan nú jöfn 3-3 eftir hreint út sagt ótrúlegan endi á leik fimm.

Það virðist sem forráðamenn Miami Heat séu handvissir um að sínir menn geri það sem gera þarf til að komast í úrslit þar sem félagið hefur bókað flug beint til Denver frekar en heim til Miami eftir leikinn.

Leikur kvöldsins verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 00.30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.